Mickelson vann á Doral Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2009 11:15 Mickelson hélt út á lokahringnum í gær. Nordic Photos/Getty Images Phil Mickelson bar sigur úr býtum á WGC-CA-mótinu á Doral-vellinum í gær. Hann lenti í æsispennandi keppni við Nick Watney sem kom í hús höggi á eftir Mickelson. Watney var aðeins nokkrum millimetrum frá því að knýja fram bráðabana er pútt hans stöðvaðist við holuna á síðustu flötinni. „Ég reyndi að setja réttan hraða á púttið en því miður vantaði örlítið upp á," sagði Watney svekktur. Sigurinn var Mickelson kær, sérstaklega þar sem hann þurfti að fara á spítala kvöldið fyrir lokahringinn þar sem hitinn í Flórída var að bera hann ofurliði. „Ég barðist grimmilega allan daginn fyrir þessu. Ég náði ekki að fylgjast með öllum frábæru höggunum hjá Nick því ég var að hugsa um að halda orkunni uppi hjá mér. Ég hef ekki borðað mikið síðustu þrjá daga og þetta var erfitt. Það var því mjög ljúft að ná að klára þetta," sagði Mickelson. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Phil Mickelson bar sigur úr býtum á WGC-CA-mótinu á Doral-vellinum í gær. Hann lenti í æsispennandi keppni við Nick Watney sem kom í hús höggi á eftir Mickelson. Watney var aðeins nokkrum millimetrum frá því að knýja fram bráðabana er pútt hans stöðvaðist við holuna á síðustu flötinni. „Ég reyndi að setja réttan hraða á púttið en því miður vantaði örlítið upp á," sagði Watney svekktur. Sigurinn var Mickelson kær, sérstaklega þar sem hann þurfti að fara á spítala kvöldið fyrir lokahringinn þar sem hitinn í Flórída var að bera hann ofurliði. „Ég barðist grimmilega allan daginn fyrir þessu. Ég náði ekki að fylgjast með öllum frábæru höggunum hjá Nick því ég var að hugsa um að halda orkunni uppi hjá mér. Ég hef ekki borðað mikið síðustu þrjá daga og þetta var erfitt. Það var því mjög ljúft að ná að klára þetta," sagði Mickelson.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira