Ballesteros sér fram á stærstu áskorun lífs síns 31. mars 2009 16:45 NordicPhotos/GettyImages Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros segist vera á góðum batavegi eftir margfaldan heilauppskurð, en segir að nú standi hann fram fyrir stærstu áskorun sinni í lífinu - að ná heilsu á ný. Ballesteros lét fjarlægja heilaæxli úr höfði sínu í lok síðasta árs og var um tíma vart hugað líf. Í nýlegu viðtali við spænska blaðið Marca lýsir þessi mikli sigurvegari áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann hné niður á flugvellinum í Madrid í október og baráttunni fyrir lífi sínu æ síðan. "Ég hef náð mér ótrúlega vel en það er langur vegur í að ná heilsu á ný," sagði Ballesteros í samtali við Marca þar sem hann var m.a. myndaður á heimili sínu í norðurhluta Spánar og virtist nokkuð brattur. "Þetta er eins og lengsti 72 holu völlur heimsins, ég verð að viðurkenna það," sagði þessi 51 árs gamli kylfingur. "Ég hafði heppnina með mér, sú staðreynd að ég er lifandi er sönnun þess. Ég get gert marga hluti eins og tala og hugsa. Ég var varaður við því að það kæmu tímar þar sem þetta yrði erfitt og það hefur komið á daginn. Þetta verður eins og að vinna sigur á sjötta risamótinu," sagði Ballesteros, sem vann fimm slík á ferlinum. Golf Mest lesið Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros segist vera á góðum batavegi eftir margfaldan heilauppskurð, en segir að nú standi hann fram fyrir stærstu áskorun sinni í lífinu - að ná heilsu á ný. Ballesteros lét fjarlægja heilaæxli úr höfði sínu í lok síðasta árs og var um tíma vart hugað líf. Í nýlegu viðtali við spænska blaðið Marca lýsir þessi mikli sigurvegari áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann hné niður á flugvellinum í Madrid í október og baráttunni fyrir lífi sínu æ síðan. "Ég hef náð mér ótrúlega vel en það er langur vegur í að ná heilsu á ný," sagði Ballesteros í samtali við Marca þar sem hann var m.a. myndaður á heimili sínu í norðurhluta Spánar og virtist nokkuð brattur. "Þetta er eins og lengsti 72 holu völlur heimsins, ég verð að viðurkenna það," sagði þessi 51 árs gamli kylfingur. "Ég hafði heppnina með mér, sú staðreynd að ég er lifandi er sönnun þess. Ég get gert marga hluti eins og tala og hugsa. Ég var varaður við því að það kæmu tímar þar sem þetta yrði erfitt og það hefur komið á daginn. Þetta verður eins og að vinna sigur á sjötta risamótinu," sagði Ballesteros, sem vann fimm slík á ferlinum.
Golf Mest lesið Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira