Misheppnað upphafshögg Murray sendi konu á spítala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2009 19:00 Murray kemst tæplega á PGA-mótaröðina á næstunni. Nordic Photos/Getty Images Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold. Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti