NBA í nótt: Sacramento vann í þríframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 09:43 Leikmenn Sacramento fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira