Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum 11. september 2009 15:00 Arnór Guðjohnsen fær tækifæri til að sýna kunnáttu sína á golfvellinum. Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í sumar er Bleiki Toppbikarinn haldinn fimmta árið í röð en það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands. Allur ágóði verður nýttur til eflingar leitarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins. Sjö golfklúbbar hafa lagt sitt af mörkum í sumar til að gera Bleika Toppbikarinn jafn veglegan og skemmtilegan og raun ber vitni. „Fyrsta mótið var haldið þann 12. júní á Akureyri, en fyrirkomulagið í mótaröðinni er Texas Scramble. Góð þátttaka hefur verið í mótinu, og óhætt að segja að mikil stemming hafi verið fyrir því um allt land. Lokamótið fer fram hjá Golfklúbbi Borgarness, en sigurvegarar hvers móts hafa unnið þátttökurétt í lokamótinu, auk þess sem að eitt par var dregið út í hverju móti og fær það einnig þátttökurétt," sagði Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu. Lokamótinu líkur eins og áður sagði með einvígi tveggja liða þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og Ásgeir Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaðurí knattspyrnu mæta Helenu Árnadóttur fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Arnóri Gudjohnsen fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu. Markmið einvígisins er að vekja athygli á mikilvægi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini en einnig munum við bjóða fyrirtækjum að heita á sigurliðið og rennur áheitið til styrktar átakinu. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í sumar er Bleiki Toppbikarinn haldinn fimmta árið í röð en það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands. Allur ágóði verður nýttur til eflingar leitarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins. Sjö golfklúbbar hafa lagt sitt af mörkum í sumar til að gera Bleika Toppbikarinn jafn veglegan og skemmtilegan og raun ber vitni. „Fyrsta mótið var haldið þann 12. júní á Akureyri, en fyrirkomulagið í mótaröðinni er Texas Scramble. Góð þátttaka hefur verið í mótinu, og óhætt að segja að mikil stemming hafi verið fyrir því um allt land. Lokamótið fer fram hjá Golfklúbbi Borgarness, en sigurvegarar hvers móts hafa unnið þátttökurétt í lokamótinu, auk þess sem að eitt par var dregið út í hverju móti og fær það einnig þátttökurétt," sagði Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu. Lokamótinu líkur eins og áður sagði með einvígi tveggja liða þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og Ásgeir Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaðurí knattspyrnu mæta Helenu Árnadóttur fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Arnóri Gudjohnsen fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu. Markmið einvígisins er að vekja athygli á mikilvægi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini en einnig munum við bjóða fyrirtækjum að heita á sigurliðið og rennur áheitið til styrktar átakinu.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira