Jose Mourinho spáir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí 2009 15:30 Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira