Körfubolti

Annað árið í röð hækkar Hildur sig í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR.
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Mynd/Vilhelm

Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en fyrsti leikurinn er klukkan 16.00 á Ásvöllum.

Það tók KR-liðið sex leiki og tvö einvígi til að komast í lokaúrslitin en Hauka komust þangað með því að slá Hamar út 3-1. KR sló út Suðurnesjaliðin (Grindavík 2-1 og Keflavík 3-0).

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur leikið frábærlega í úrslitakeppninni og annað árið í röð hefur hún hækkað framlag sitt í úrslitakeppninni frá því sem hún skilaði til liðsins í deildinni.

Í fyrra var Hildur með 14,3 stig, 10,3 fráköst og 7,1 stoðsendingu að meðaltali í deildarkeppninni en skotnýtingin hennar var aðeins upp á 27,8 prósent.

Í úrslitakeppninni var Hildur aftur á móti með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali og hækkaði skotnýtingu sína upp í 35,4 prósent. Framlag hennar hækkaði frá 14,5 framlagsstigum í deildarkeppninni upp í 18,4 stig í úrslitakeppninni.

Í ár hefur sama þróun átt sér stað - Hildur hefur skipt um gír í úrslitakeppninni þar sem hún hefur skorað 19,3 stig, tekið 8,8 fráköst, gefið 5,2 stoðsendingar og hitt úr 41,7 prósent þriggja stiga skotum sínum. Þetta gefa Hildi 18,7 framlagsstig að meðaltali í leik sem en hækkum upp á 5,0 stig frá því í deildarkeppninni.

Í deildinni var Hildur með 15,0 stig og 4,5 stoðsendingar að meðaltali auk þess sem að hún hitti aðeins úr 14,5 prósent þriggja stiga skota sinna. Hildur hefur hækkað skotnýtingu sína um 13,0 prósent í úrslitakeppninni og þriggja stiga skotnýtinguna um heil 27,2 prósent.

Hildur í deild og úrslitakeppni síðustu tvö tímabil:

Tímabilið 2007-08

Framlag í leik

Deildin 14,5

Úrslitakeppnin 18,4

Mismunur +3,9

Stig í leik

Deildin 14,3

Úrslitakeppnin 19,1

Mismunur +4,8

Stoðsendingar í leik

Deildin 7,1

Úrslitakeppnin 8,1

Mismunur +1,0

Skotnýting

Deildin 27,8%

Úrslitakeppnin 35,4%

Mismunur +7,6%

3ja stiga skotnýting

Deildin 14,1%

Úrslitakeppnin 23,9%

Mismunur +9,8%



Tímabilið 2008-09

Framlag í leik

Deildin 13,6

Úrslitakeppnin 18,7

Mismunur +5,0

Stig í leik

Deildin 15,0

Úrslitakeppnin 19,3

Mismunur +4,3

Stoðsendingar í leik

Deildin 4,5

Úrslitakeppnin 5,2

Mismunur +0,6

Skotnýting

Deildin 29,5%

Úrslitakeppnin 42,6%

Mismunur +13,0%

3ja stiga skotnýting

Deildin 14,5%

Úrslitakeppnin 41,7%

Mismunur +27,2%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×