Góð fjárfesting Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 7. maí 2009 06:00 Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun