Titanium plata grædd í höfuð Massa 8. september 2009 08:22 Felipe Massa þurfti að fara í höfuðagerð til að lagfæra höfuðkúpuna eftir slys í kappakstri. mynd: kappakstur.is Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag. "Ég hef engar efasemdir um að vilja keppa aftur í Formúlu 1. Konan mín er búinn að spyrja mig að þessu tíu sinnum. En ég vil keppa á næsta ári, þegar ég hef náð fullri heilsu", sagði Massa. Hann er nú að jafna sig eftir skurðaðgerðina, sem var til að lagfæra höfuðkúpuna, en hluti hennar skemmdist eftir að hann fékk gorm úr bíl Rubens Barrichello í höfuðið í tímatökunum í Ungverjalandi. Massa segir að venjulegur maður hefði ekki þurft þessa aðgerð, en vegna átakanna sem fylgja þátttöku í Formúlu 1, þá hafði verið nauðsynlegt að styrja höfuðkúpuna með titanium plötu. "Ég vona að ekkert hafi breyst hjá mér þegar ég fer að keyra aftur. Kappakstur er mitt líf og yndi og ég mundi ekkert eftir slysinu og vaknaði bara þremur dögum síðar upp á spítala. Það er slæmt að geta ekki keppt í ár, en ég ætla að mæta á mótið í Brasilíu og horfa á. Það verður erfitt, en ég mæti...", sagði Massa. Sjá meira um ástand Massa Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag. "Ég hef engar efasemdir um að vilja keppa aftur í Formúlu 1. Konan mín er búinn að spyrja mig að þessu tíu sinnum. En ég vil keppa á næsta ári, þegar ég hef náð fullri heilsu", sagði Massa. Hann er nú að jafna sig eftir skurðaðgerðina, sem var til að lagfæra höfuðkúpuna, en hluti hennar skemmdist eftir að hann fékk gorm úr bíl Rubens Barrichello í höfuðið í tímatökunum í Ungverjalandi. Massa segir að venjulegur maður hefði ekki þurft þessa aðgerð, en vegna átakanna sem fylgja þátttöku í Formúlu 1, þá hafði verið nauðsynlegt að styrja höfuðkúpuna með titanium plötu. "Ég vona að ekkert hafi breyst hjá mér þegar ég fer að keyra aftur. Kappakstur er mitt líf og yndi og ég mundi ekkert eftir slysinu og vaknaði bara þremur dögum síðar upp á spítala. Það er slæmt að geta ekki keppt í ár, en ég ætla að mæta á mótið í Brasilíu og horfa á. Það verður erfitt, en ég mæti...", sagði Massa. Sjá meira um ástand Massa
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira