Fótbolti

Dóra Stefánsdóttir og félagar aftur á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra Stefánsdóttir er að standa sig vel hjá Malmö.
Dóra Stefánsdóttir er að standa sig vel hjá Malmö. Mynd/Heimasíða sænska sambandsins

Dóra Stefánsdóttir og félagar í LdB FC Malmö unnu 4-0 stórsigur á Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur og félögum í Djurgården í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í kvöld.

Íslensku landsliðskonurnar spiluðu allan leikinn, Dóra inn á miðri miðjunni hjá Malmö en Guðrún Sóley í miðri vörn Djurgården. Djurgården lék án íslenska landsliðsmarkvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur sem fór úr axlalið á dögunum.

Fyrsta mark Malmö kom á 37. mínútu en liðið skoraði síðan þrjú mörk á síðustu 19 mínútum leiksins. Malmö-liðið hefur nú skorað 25 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum sem gera 6,3 mörk að meðaltali í leik.

LdB FC Malmö endurheimti toppsætið með þessum sigri en liðið er búið að vinna fimm síðustu leiki sína eftir að hafa tapað fyrir Kopparbergs/Göteborg í fyrstu umferð. Djurgården er í 8. sæti sex stigum á eftir LdB FC Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×