Einangrun Þorsteins Pálssonar Ögmundur Jónasson skrifar 12. október 2009 06:00 Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hliðar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um réttmæti fámennisstjórnar í þjóðfélagi með samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortakslaust að hlýða skipunum skipstjórans; ekki síst þegar gefur á. Flestum lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt." Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 milljarða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sérstaklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða samleið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hliðar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um réttmæti fámennisstjórnar í þjóðfélagi með samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortakslaust að hlýða skipunum skipstjórans; ekki síst þegar gefur á. Flestum lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt." Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 milljarða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sérstaklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða samleið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun