Þjóðkirkja Íslendinga 7. nóvember 2009 06:00 Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun