Beint lýðræði – vænlegur kostur Jón Sigurðsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun