Körfubolti

Friðrik: Gríðarlega dýrmætt fyrir okkur að vinna þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Vilhelm

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur var sáttur í leikslok eftir 93-83 sigur á Stjörnunni í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld.

„Það var gríðarlega dýrmætt fyrir okkur að vinna þennan leik. Við hefðum ekki viljað vera með fjóra tapleiki eftir sjö umferðir. Við erum mjög kátir með að vinna þennan leik því þeir eru með hörkulið sem þeir hafa bæði sýnt í byrjun móts sem og í fyrra," sagði Friðrik.

„við erum að vinna þetta á varnarleik og við erum að verjast prýðilega. Þeir frákasta töluvert betur en við en ég sé batamerki áliðinu og þetta er allt á uppleið. Það er áberandi sjálfstraustleysi í sókninni. það eru frábærir leikmenn að klikka úr galopnum skotum en það verður ekki lengi," sagði Friðrik.

„Nú er bara Keflavík á sunnudaginn og svo er það bara Snæfell í næsta leik þar á eftir. Við erum í hörku prógrammi og ætlum að stefna á það að spila betur og betur með hverjum leik," sagði Friðrik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×