Umfjöllun: Akureyri hélt haus gegn Val og vann verðskuldaðan sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 20:49 Heimir Örn skoraði fimm mörk í sex skotum. Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira