McLaren í fyrsta og öðru sæti 24. júlí 2009 13:32 Lewis Hamilton náði besta tíma sínum í síðasta hring æfingarinanr í dag. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Búdapest brautinni í dag og félagi hans Heikki Kovalainen var aðeins 47/1000 á eftir honum. Kovalainen var sneggstur á fyrri æfingunni. Nico Rosberg á Williams var aðeins 75/1000 á eftir forystubílunum tveimur og ljóst að hart verður barist í tímatökunni á laugardag, en lokaæfing keppnisliða er á undan í fyrramálið. Hvorutveggja er í beinni útsendinu á Stöð 2 Sport. Hamilton tók hressilega á McLaren bílnum á krókóttri Hungaroring brautinni í dag og fór útaf í tvígang áður en hann náði besta tíma í blálokinm á 90 mínútna langri æfingunni. Mark Webber sem vann síðasta mót var fljótur á báðum æfingum dagsins og varð fjórði á þeirri síðari og Kazuki Nakajima á Wiliams á eftir honum. Williams bíllinn virðist því henta vel á brautina í Búdapest. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var með 13. besta tíma og gekk því ekki vel. Nýliðinn Jamie Alguersuari frá Spáni var með slakasta tímann í dag á Torro Rosso, en hann hefur litla æfingu fengið á bílinn fyrir frumraun sína í Formúlu 1 kappakstri á sunnudaginn. Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Búdapest brautinni í dag og félagi hans Heikki Kovalainen var aðeins 47/1000 á eftir honum. Kovalainen var sneggstur á fyrri æfingunni. Nico Rosberg á Williams var aðeins 75/1000 á eftir forystubílunum tveimur og ljóst að hart verður barist í tímatökunni á laugardag, en lokaæfing keppnisliða er á undan í fyrramálið. Hvorutveggja er í beinni útsendinu á Stöð 2 Sport. Hamilton tók hressilega á McLaren bílnum á krókóttri Hungaroring brautinni í dag og fór útaf í tvígang áður en hann náði besta tíma í blálokinm á 90 mínútna langri æfingunni. Mark Webber sem vann síðasta mót var fljótur á báðum æfingum dagsins og varð fjórði á þeirri síðari og Kazuki Nakajima á Wiliams á eftir honum. Williams bíllinn virðist því henta vel á brautina í Búdapest. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var með 13. besta tíma og gekk því ekki vel. Nýliðinn Jamie Alguersuari frá Spáni var með slakasta tímann í dag á Torro Rosso, en hann hefur litla æfingu fengið á bílinn fyrir frumraun sína í Formúlu 1 kappakstri á sunnudaginn.
Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira