Ross Brawn vill ekki nýja mótaröð 16. júní 2009 08:21 Ross Brawn og Jenson Button verða á heimavelli um næstu helgi á Silverstone. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi. Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi.
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira