Þurfum að spila góða vörn og vera skynsamar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 10:15 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka með deildarmeistaratitilinn. Mynd/Daníel Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira