Fótbolti

Félagi Árna Gauts í bann út tímabilið eftir fólskulega árás - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Gautur Arason í landsleik.
Árni Gautur Arason í landsleik. Mynd/AFP

Kenneth Dokken, leikmaður Odd Grenland og félagi íslenska landsliðsmarkvarðarins Árna Gauts Arasonar, spilar ekki meira með liði sínu á tímabilinu eftir fólskulega og tilefnislausa árás í leik. Dokken tók sig til og sparkaði niður Johan Arneng, leikmann Aalesund, í undanúrslitaleik norsku bikarkeppninnar í fyrrakvöld.

Johan Arneng hafði tæklað Kenneth Dokken skömmu áður en enginn getur þó áttað sig á því hvað fór í gegn huga Kenneth Dokken þegar hann beið færis og sparkaði í hnésbótina á Arneng þegar hann vissi að dómarinn var að horfa annað.

Sjónvarpsvélarnar náðu árásinni (sjá hér) og hefur Dokken þegar verið dæmdur í bann út tímabilið. Aganefnd norska knattspyrnusambandsins er ekki búin að ákveða endanlega refsingu og það gæti verið að bannið verði enn lengra.

Kenneth Dokken er þrítugur og hefur leikið með Odd Grenland frá árinu 2008. Hann hóf ferill sinn í Strømsgodset árið 1996 og hefur síðan leikið með Hønefoss og Hamkam. Hann hefur einnig verið þjálfari 3. deildarliðsins Birkebeineren frá 2008.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×