Fótbolti

Íslendingar á skotskónum í Noregi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Birkir Már Sævarsson skoraði í dag.
Birkir Már Sævarsson skoraði í dag.

Það var nóg um að vera í fótboltanum á norðurlöndum í dag og margir Íslendingar í eldlínunni. Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson skoruðu fyrir Brann sem vann Bodö/Glimt 4-2 í Noregi.

Mark Ólafs kom úr vítaspyrnu en hann, Birkir og Kristján Örn Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Brann. Gylfi Einarsson kom inn sem varamaður á 40. mínútu.

Birkir Bjarnason skoraði eitt marka Vikings frá Stafangri sem vann Lyn 5-2. Indriði Sigurðsson lék ekki með Lyn vegna leikbanns.

Í sænska boltanum voru þeir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson í liði Gautaborgar sem tapaði 2-1 fyrir Trelleborg. Ólafur Ingi Skúlason lék með Helsingborg sem vann Gefle 2-0.

Esbjerg vann 2-1 sigur Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn sem varamaður hjá Esbjerg seint í leiknum en Stefán Gíslason lék ekki með Bröndby vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×