Körfubolti

Njarðvíkingar gerðu góða ferð norður

Friðrik Stefánsson bauð upp á tröllatvennu á Króknum í kvöld
Friðrik Stefánsson bauð upp á tröllatvennu á Króknum í kvöld

Einn leikur var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar gerðu góða fer á Sauðárkrók þar sem þeir unnu 93-82 sigur á heimamönnum í Tindastól.

Magnús Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 25 stig, Heath Sitton skoraði 17 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 15 stig og hirti 17 fráköst.

Hjá heimamönnum var Darrell Flake atkvæðamestur með 25 stig og 12 fráköst, Ísak Einarsson skoraði 20 stig og Svavar Birgisson 16 stig. 

Njarðvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig, en Stólarnir eru sem stendur í níunda sætinu með 14 stig líkt og Breiðablik og ÍR sem eru í sjöunda og áttunda sæti.

Það er því ljóst að baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður ansi hörð í síðustu umferðunum, því bilið milli fimmta sætis og tíunda sætis er aðeins sex stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×