Ólafur: Tveir af þremur erfiðustu leikjunum í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Mynd/Valli Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Holland og Makedóníu í undankeppni HM 2010. Ólafur segir þetta vera erfitt og krefjandi verkefni enda liðið að spila við tvö bestu liðin í okkar riðli. „Ég tel þetta vera tvo erfiðustu leikina í riðlinum að undanskildum útileiknum á móti Hollandi. Ég hef sagt það áður að ég telji Holland og Makedóníu vera sterkustu liðin í þessum riðli," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag þar sem að hann kynnti hópinn sinn. „Ég þarf ekki að fara yfir það hversu erfitt er að spila á móti Hollandi en það er líka mjög erfitt að fara út og spila á móti Makedóníu. Við munum spila þar í 25 til 30 stiga hita og það verður geysilega erfitt," sagði Ólafur en Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvellinum 5. september síðastliðinn. Ólafur segir að sínir leikmenn eiga ekki að mikla þetta fyrir sér heldur fagna tækifærinu á að fá að spila við svo góð fótboltalið. „Allir alvöru íþróttamenn vilja spila við bestu þjóðirnar í heiminum og Hollendingar eru ein af bestu knattspyrnuþjóðunum í heiminum. Það er mikil áskorun fyrir okkar menn að fá að spila á móti svoleiðis fótboltaliði. Það getur bara ekkert verið skemmtilegra," segir Ólafur sem ætlar sér mikið í þessum leikjum. „Það góða við fótboltann er að það eru alltaf möguleikar og við eigum möguleika í báðum þessum leikjum," segir Ólafur. Fyrri leikurinn er á móti Hollendingum á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Íslenska liðið mætir síðan Makedóníu í Skopje fjórum dögum síðar. „Hollendingar koma örugglega hingað með það eina hugarfar að ná sér í þrjú auðveld stig og tryggja sér farseðilinn til Afríku. Það gæti hjálpað okkur ef að þeir myndu vanmeta okkur aðeins," segir Ólafur. Ólafur segir að íslenska liðið verði að fá þrjú stig út úr leiknum ætli liðið sér að komast í umspilið um sæti í úrslitkeppninni í Suður-Afríku. „Það hefur ekki oft verið þannig að Ísland eigi ennþá möguleika á að komast í þetta umspilssæti þegar fimm leikir eru búnir. Oftar en ekki hafa möguleikarnir verið búnir eftir tvo leiki þannig að við fögnum því að það sé ennþá möguleiki," segir Ólafur. Ólafur hafði smá áhyggjur af einbeitingarleysi hjá þeim leikmönnum sem eru að spila utan Norðurlanda því að tímabilið hjá þeim væri búið. „Þessi dagsetning hefur verið erfið fyrir okkur því núna eru deildirnar búnar í flestum þessum löndum. Það hefur oft viljað brenna við að menn hafi stimplað sig út úr fótbolta þegar síðasti deildarleikur er búinn. Það er hættulegt en við búum þó við það að leikmenn frá Norðurlöndum eru ennþá að spila. Ég tala um það við leikmennina að þeir skulu passa sig á því," sagði Ólafur en tók það jafnframt fram að sama væri að sjálfsögðu upp á teningnum hjá hollenska landsliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira