Nesti og nýir skór þjóðar 3. nóvember 2009 06:00 Verður Þjóðfundurinn 14. nóvember skráður í sögubækur? Fundurinn er skipulagður af sjálfboðaliðum og á hann eru fulltrúar þjóðarinnar kallaðir. Ef til vill mun eftirfarandi standa í alfræðiritum framtíðarinnar: „Þjóðfundurinn 2009 markaði þáttaskil í varnarbaráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði sínu. 1.500 íbúar voru kallaðir til fundarins í Laugardalshöll til að endurskoða gildin eftir hrun efnishyggjunnar og varpa upp framtíðarsýn um samfélag þar sem hamingja almennings og heill náttúru er mælikvarði allra þýðingarmikilla ákvarðana. Þjóðfundurinn varð afl gegn skammsýni og stundarhagsmunum. Máttarstólpar risu, þjóðin sameinaðist um gildin og hætti að veita afslátt á auðlindum sínum. Straumhvörf urðu á Þjóðfundinum 2009 líkt og á Þjóðfundinum 1851 þar sem hin fleygu orð svifu yfir: „Vér mótmælum allir!" Þverskurður þjóðarinnar á Þjóðfundinum 2009 mótmælti fífldirfsku, aga- og taumleysi og óútreiknanlegri hegðun útvaldra og fékk fólk til að sameinast um ný gildi með bjartsýni og kraft í farteskinu. Þjóðfundurinn markaði endalok tíðaranda græðginnar og upphaf nýrrar samábyrgðar." Ofangreind orð eru tilgáta um mögulega framtíð - sem verður ef við viljum. Allt er mögulegt, ekkert útilokað, enginn veit. Þjóðfundurinn er merkileg tilraun sem getur aðeins heppnast ef þeir sem boðaðir hafa verið mæta. 1.500 einstaklingar hvaðanæva af landinu fengu boð á fundinn, ef til vill má segja að þeir hafi verið kallaðir til að búa þjóð sína undir ferðalag með nesti og nýja skó. Búa hana til sóknar og nýsköpunar. Það er hollt að spyrja sjálfa sig: „Hvaða gildi vil ég efla með sjálfum mér á næstunni?" Ef til vill sjálfsaga, vináttu, jákvæðni og hæglæti? En hvaða gildi þarf þjóðin á að halda á næstunni? Ef til vill gagnsæi, sjálfbærni, samvinnu og bjartsýni? Vandasamt er að finna svörin nema í samræðum við aðra og rökræðum þar sem markmiðið er að finna heillavænlega niðurstöðu sem er ósnert af skammsýni. Finnum svörin af eigin mætti og leggjum drög að næstu framtíð! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verður Þjóðfundurinn 14. nóvember skráður í sögubækur? Fundurinn er skipulagður af sjálfboðaliðum og á hann eru fulltrúar þjóðarinnar kallaðir. Ef til vill mun eftirfarandi standa í alfræðiritum framtíðarinnar: „Þjóðfundurinn 2009 markaði þáttaskil í varnarbaráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði sínu. 1.500 íbúar voru kallaðir til fundarins í Laugardalshöll til að endurskoða gildin eftir hrun efnishyggjunnar og varpa upp framtíðarsýn um samfélag þar sem hamingja almennings og heill náttúru er mælikvarði allra þýðingarmikilla ákvarðana. Þjóðfundurinn varð afl gegn skammsýni og stundarhagsmunum. Máttarstólpar risu, þjóðin sameinaðist um gildin og hætti að veita afslátt á auðlindum sínum. Straumhvörf urðu á Þjóðfundinum 2009 líkt og á Þjóðfundinum 1851 þar sem hin fleygu orð svifu yfir: „Vér mótmælum allir!" Þverskurður þjóðarinnar á Þjóðfundinum 2009 mótmælti fífldirfsku, aga- og taumleysi og óútreiknanlegri hegðun útvaldra og fékk fólk til að sameinast um ný gildi með bjartsýni og kraft í farteskinu. Þjóðfundurinn markaði endalok tíðaranda græðginnar og upphaf nýrrar samábyrgðar." Ofangreind orð eru tilgáta um mögulega framtíð - sem verður ef við viljum. Allt er mögulegt, ekkert útilokað, enginn veit. Þjóðfundurinn er merkileg tilraun sem getur aðeins heppnast ef þeir sem boðaðir hafa verið mæta. 1.500 einstaklingar hvaðanæva af landinu fengu boð á fundinn, ef til vill má segja að þeir hafi verið kallaðir til að búa þjóð sína undir ferðalag með nesti og nýja skó. Búa hana til sóknar og nýsköpunar. Það er hollt að spyrja sjálfa sig: „Hvaða gildi vil ég efla með sjálfum mér á næstunni?" Ef til vill sjálfsaga, vináttu, jákvæðni og hæglæti? En hvaða gildi þarf þjóðin á að halda á næstunni? Ef til vill gagnsæi, sjálfbærni, samvinnu og bjartsýni? Vandasamt er að finna svörin nema í samræðum við aðra og rökræðum þar sem markmiðið er að finna heillavænlega niðurstöðu sem er ósnert af skammsýni. Finnum svörin af eigin mætti og leggjum drög að næstu framtíð! Höfundur er rithöfundur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun