Cotto og Pavlik á sigurbraut á ný 22. febrúar 2009 14:06 Miguel Cotto (th) vann yfirburðasigur á Bretanum Michael Jennings AFP Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er. Box Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er.
Box Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira