Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júlí 2009 21:57 Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis. Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. „Það þurfti að setja vekjaraklukku í gang í hálfleiknum. Þá kom þetta loks í seinni hálfleik. Allir sem hafa stundað einhverjar íþróttir vita að þú þarft að hafa fyrir hlutunum," sagði Björn. „Eyjaliðið var að spila fínt þannig lagað séð. Það hefur hraða leikmenn og fína sóknarmenn. Það þarf að svara því, annars getur farið illa. Mér fannst við svara því vel í seinni hálfleik. Með örlitlum breytingum kom þetta í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning." Fyrsta mark leiksins kom eftir skelfilegan misskilning í vörn ÍBV. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði þetta að segja: „Maður var jafnvel farinn að trúa því að eitthvað gæti gerst þegar við gerðum þessi glórulausu mistök í fyrsta markinu. Það drap okkur bara," sagði Jón Ólafur. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Þetta var klár sending til baka og við getum ekkert sagt. Ef það er búið að dæma áttu líka að negla boltanum bara í burtu og fá gult spjald til að liðið geti stillt sér upp í vörn. Það á ekki að leyfa mótherjanum að taka þetta einn, tveir og þrír." Jón Ólafur var samt stoltur af sínu liði. „Við erum með ungar og öflugar stelpur. Því miður hefur það verið vandamál hjá okkur að við missum stelpur sem bara skilja það ekki að fótboltinn þarf að vera í forgangi. Ég hef legið undir ámæli hjá sumu fólki í Vestmannaeyjum fyrir það að hafa ekki meiri léttleika í þessu og leyfa leikmönnum að koma bara á tíundu hverju æfingu. Þetta gengur bara ekki upp þannig. Annaðhvort er fótboltinn í forgangi, og þá eru allir velkomnir, ef það er ekki hægt þá verður fólk bara að vera heima." Jón Ólafur segir að núverandi hópur sinn sé þó tilbúinn að leggja sig allan í verkefnið. „Já þessar stelpur eru tilbúnar að taka þetta af 120% krafti. Þetta er bara stórkostlegur hópur. Þær eiga framtíðina fyrir sér og ég tel að við eigum klárlega heima í efstu deildinni. Fylkir er skrefinu á undan okkur en á næsta ári jafnast leikurinn," sagði Jón.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira