Erlent

Furðulegur ljósflötur á Venus veldur usla

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ljósflöturinn undarlegi.
Ljósflöturinn undarlegi.
Stjörnufræðingar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið vegna furðulegs ljósflatar í skýjahjúpi plánetunnar.

Flöturinn var fyrst uppgötvaður fyrir tæpum tveim vikum síðan af áhugastjörnuskoðara og var svo staðfestur af Venus Express, geimfari evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA.

Flöturinn er talinn hafa birst um fjórum dögum áður en hann sást fyrst frá jörðinni og nú stækkar hann bara og stækkar með vindakerfi plánetunnar.

Stjörnufræðingar eru ekki vissir um hvað orsakar flötinn, en telja ekki útilokað að um eldgos sé að ræða. Það hefur þó þurft að vera ansi öflugt til að ná alla leið upp í skýjahjúpinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×