Fótbolti

Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik FCK og PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í vetur.
Úr leik FCK og PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í vetur. Mynd/AFP

Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana.

Danmörk fær því tvö Meistaradeildarsæti veturinn 2011-2012 og alls munu fjögur efstu lið dönsku deildarinnar komast í Evrópukeppnina auk bikarmeistaranna.

Silfurlið dönsku deildarinnar mætir reyndar sterkum mótherjum því þeirra bíða leikir á móti liðum úr stærstu deildunum sem í ár voru lið eins og Arsenal, Stuttgart, Fiorentina, Lyon og Fiorentina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×