Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl 17. september 2009 09:04 Niki Lauda og Nelson Piquet eldri, sem nargir telja að hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla. mynd: Getty Images Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið
Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira