Umfjöllun: Markvarsla Hlyns skóp sigur Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2009 19:09 Sigfús Páll Sigfússon, leikmaður Vals. Mynd/Stefán Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 23-19, í fyrstu umferð N1-deildar karla. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni. Lokatölurnar gefa þó ekki hárrétta mynd af leiknum enda skoruðu Valsarar síðustu fjögur mörk leiksins eftir að liðin hefðu alls skiptst á að vera með forystuna átta sinnum í leiknum. Hvorugt lið náði aldrei meira en tveggja marka forystu fyrr en að Valsmenn náðu að stinga af á síðustu þremur mínútum leiksins en staðan var jöfn, 19-19, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir árangursríkan og fallegan handbolta en sóknarleikur beggja liða var á köflum nokkuð slakur. Akureyringar náðu þó að spila ágætisvörn á köflum, með þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson fremsta í flokki, en frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals gerði það að verkum að þeir skoruðu aðeins nítján mörk í öllum leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Hlynur varði sextán skot í seinni hálfleik og virtist hreinlega taka sóknarmenn gestanna á taugum eftir því sem lengra leið á leikinn. Akureyringar áttu fá svör og héldu áfram að reyna að spila boltanum inn á Árna Þór Sigtryggsson sem skoraði átta mörk í kvöld úr alls 20 skotum. Næstmarkahæsti maður gestanna var Oddur Grétarsson með þrjú mörk. Sóknarleikur Vals var aðeins fjölbreyttari þó svo að hann hafi oft verið betri. Menn áttu sína góða kafla og slæmu en Hafþór Einarsson átti einnig fínan leik í marki Akureyrar og varði alls sautján skot. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, náðu Valsmenn undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir komu sér þó aftur inn í leikinn og náðu forystunni um miðbik hálfleiksins, 18-17. En þökk sé frammistöðu Hlyns koðnuðu Akureyringar niður og skoruðu aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins. Valur - Akureyri 23 - 19 Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 7 (12), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (10/4), Gunnar Ingi Jóhannsson 4 (6), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ólafur Sigurjónsson 2 (6), Ingvar Árnason 1 (1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (8/1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Gunnar Harðarson (2).Varin skot: Hlynur Morthens 26/1 (45/2, 58%)Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 1, Ernir Hrafn 1).Fiskuð víti: 5 (Orri Freyr 3, Sigfús Páll 1, Fannar Þór 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 8 (20), Oddur Grétarsson 3/1 (5/2), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Andri Snær Stefánsson 2 (5), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (9), Geir Guðmundsson (2), Valdimar Þengilsson (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 17/2 (40/4, 43%).Hraðaupphlaup: 4 (Oddur 2, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 2 (Andri Snær 1, Hörður Fannar 1).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísasson, voru fínir en misstu aðeins tökin í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40 Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26 Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Hlynur: Varla hægt að byrja betur Hlynur Morthens var án nokkurs vafa maður leiksins er Valur vann góðan sigur á Akureyri, 23-19, í N1-deild karla í kvöld. 8. október 2009 20:40
Heimir: Tek þetta að stórum hluta á mig Heimir Örn Árnason mætti í kvöld á sinn gamla heimavöll en þurfti að sætta sig við tap er Valur vann sigur á Akureyri, 23-19. 8. október 2009 20:26
Rúnar: Bubbi vann okkur Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19. 8. október 2009 20:46