Árás Bretastjórnar Jón Sigurðsson skrifar 15. október 2009 06:00 Enda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af tilhæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslendingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta fólskubragð vel hugfast. Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Bretastjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis á Lýðveldið Ísland. Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftirliti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fantaskapur breskra ráðamanna er með ólíkindum. Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng. Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskaparbragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfisins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í allsherjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrifum árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var að fást í fyrrahaust. Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæður, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rannsóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýsingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir. Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum. En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn breskum almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi. Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðjuverkamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af tilhæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslendingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta fólskubragð vel hugfast. Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Bretastjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis á Lýðveldið Ísland. Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftirliti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fantaskapur breskra ráðamanna er með ólíkindum. Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng. Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskaparbragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfisins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í allsherjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrifum árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var að fást í fyrrahaust. Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæður, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rannsóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýsingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir. Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum. En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn breskum almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi. Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðjuverkamenn.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun