Fótbolti

Cannavaro neitaði City og Bayern

Cannavaro vann gullknöttinn árið 2006
Cannavaro vann gullknöttinn árið 2006 Nordic Photos/Getty Images

Varnarjaxlinn Fabio Cannavaro er með lausa samninga hjá Real Madrid í sumar og fátt bendir til annars en að hann snúi aftur til Juventus á Ítalíu.

Hinn 35 ára gamli miðvörður aflaði sér lítilla vinsælda hjá stuðningsmönnum Juve þegar hann yfirgaf félagið þegar það var fellt niður í B-deildina í hneykslismálinu árið 2006.

"Ég hef oft útskýrt hvað gerðist árið 2006. Það var félagið sem ákvað að ganga að félagaskiptunum. Ég ber virðingu fyrir stuðningsmönnum félagsins og vona að allt verði í lagi," sagði Cannavaro.

Hann segist hafa fengið fleiri tilboð að undanförnu, en vildi ekki þurfa að byrja frá grunni til að eiga möguleika á að eiga sæti í HM hóp Ítala næsta sumar.

"Real vildi að ég myndi bíða þangað til eftir forsetakosningarnar hjá félaginu með að taka ákvörðun, en ég bað umboðsmanninn að taka ákvörðun strax. Ég vildi ekki þurfa að byrja frá grunni í nýju umhverfi og þess vegna neitaði ég Manchester City og Bayern Munchen," sagði Cannavaro.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×