Meðan fjöldinn sefur Jónína Michaelsdóttir skrifar 1. september 2009 09:36 Í skjóli nætur hafa verið unnin spjöll á húsum á höfuðborgarsvæðinu. Einhver eða einhverjir þjóna lund sinni með þessum hætti. Í skjóli nætur hafa verið unnin spjöll á húsum á höfuðborgarsvæðinu. Einhver eða einhverjir þjóna lund sinni með þessum hætti. Finna eflaust til sín þegar fjölmiðlar bregðast við með því að birta myndir af spellvirkinu. Þetta á að vera táknræn vandlæting á einstaklingum sem voru áhrifamenn í peningastofnunum fyrir hrun. Ekkert nafn tengist ennþá þessum gjörningi. Í þessum húsum búa fjölskyldur. Börnin fara í skóla eða gæslu þennan morgun í uppnámi og finnst þau ekki lengur örugg heima hjá sér eftir þetta. Óhugnaðurinn er ekki minni fyrir það að gerandinn hefur hvorki nafn né andlit, þannig að börn og unglingar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Þessi gjörningur er ekki saklaus málningarsletta. Þetta er ógnun. Ekki bara við þann sem hún beinist að, heldur friðhelgi heimilisins, sem jafnvel háværustu uppreisnarmenn dagsins mæra seint og snemma. Viðkomandi er að sýna vald sitt, og nýtur þess. Þetta er nokkurs konar sjálfsupphafningarvald sem er réttlætt með því að vera fyrir góða málstaðinn. Réttlætið. En ógnun og valdbeiting er ógnun og valdbeiting, hvert sem tilefnið er. Miklu skiptir að sofna ekki á verðinum gagnvart valdi og ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, því það hefur tilhneigingu til að breiða úr sér og festast í sessi, þar sem rými gefst. Eftirfarandi vísa eftir Jón Sigfinnsson frá Seyðisfirði á ekki bara við um yfirvöld og fjárglæframenn: Bak við tjöldin situr sál/ sú er völdin hefur,/ reiknar gjöldin, metur mál,/ meðan fjöldinn sefur. Friðþæging Mér finnst athygli vert hvað krafa um opinbera iðrun einstaklinga er orðin hávær hér á landi. Þetta lúrir náttúrlega í mannlegu eðli, en hefur ekki verið áberandi hér á landi fyrr en á síðustu árum. Eitt er að biðjast afsökunar, annað að það þurfi að sýna iðrun opinberlega. Helst að brotna svolítið saman fyrir framan sjónvarpsvélarnar og ögra ekki með því að vera vel klæddur og kurteis. Þegar víkingurinn frá Vestmannaeyjum braut af sér á sínum tíma, missti hann bæði æruna og lifibrauðið og þurfti að sitja af sér dóm. Það var ekki nóg. Hann var rægður linnulaust fyrir að iðrast ekki opinberlega á sannfærandi hátt. Þegar hann nýtti refsivistina til að bæta aðstæður einstaklinga á staðnum til muna og hella sér í skapandi vinnu til að halda heilsu og kröftum, var hann spottaður í grínþáttum. Hann greiddi sína skuld við samfélagið og kom uppréttur úr þeirri eldskírn. Bauð síðan fram krafta sína og fékk ótvíræða traustsyfirlýsingu frá meirihluta kjósenda í sínu kjördæmi. Ekki hefur farið mikið fyrir viðurkenningarorðum um þann manndóm og baráttuþrek sem þetta endurspeglar. Hins vegar er ekki langt síðan ég heyrði talað um að þessi maður hefði aldrei sýnt viðeigandi iðrun! Þetta minnir mann á fögnuðinn á Torgi hins himneska friðar í Kína, þegar yfirvöld stilltu upp fjölda manna sem að þeirra mati skulduðu þjóðinni iðrun. Þarna gat fólk kveinað á hnjánum um syndir sínar, misgjörðir og óviðeigandi skoðanir fyrir framan tugþúsundir landa sinna. Og mikið hlýtur áhorfendum hinnar opinberu niðurlægingar að hafa liðið vel á leiðinni heim! Ekki alltaf grænt ljós Lög og reglur eru rammi utan um samfélagið. Þau setja okkur skorður og tryggja öryggi okkar. Það er undarlegt virðingarleysi við þjóðina að hvetja til lagabrota "vegna aðstæðna" til að afla sér velvildar og vinsælda. Fólk verður að geta treyst því að samfélagsramminn haldi, rétt eins og umferðaljósin. Það gengur ekki að hafa alltaf grænt. Fyrir nokkrum árum var vinkonuhópur á fjórtánda ári að spjalla saman heima hjá einni þeirra. Ellefu ára systir hennar sat hjá þeim. Stúlka í hópnum var að ræða um eitthvað sem hún hefði keypt sér - hefði reyndar ekki átt alveg fyrir því, en bjargað málinu með því að hnupla tíkalli, sem hún fann í eldhússkápnum heima hjá sér. "Ertu þjófur?" spurði litla systirin stundarhátt. Allra augu beindust að henni í forundran. Hvers konar spurning þetta eiginlega væri, hvort hún gerði sér grein fyrir hvað hún væri að segja. Hvernig henni dytti í hug að kalla stúlkuna þjóf út af einum tíkalli. "Er eitthvað betra að gera sig að þjófi fyrir tíkall en þúsundkall?" ansaði sú litla. Vinkonunum þótti þetta ekki svaravert - en eftir situr ágætis dæmisaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Í skjóli nætur hafa verið unnin spjöll á húsum á höfuðborgarsvæðinu. Einhver eða einhverjir þjóna lund sinni með þessum hætti. Í skjóli nætur hafa verið unnin spjöll á húsum á höfuðborgarsvæðinu. Einhver eða einhverjir þjóna lund sinni með þessum hætti. Finna eflaust til sín þegar fjölmiðlar bregðast við með því að birta myndir af spellvirkinu. Þetta á að vera táknræn vandlæting á einstaklingum sem voru áhrifamenn í peningastofnunum fyrir hrun. Ekkert nafn tengist ennþá þessum gjörningi. Í þessum húsum búa fjölskyldur. Börnin fara í skóla eða gæslu þennan morgun í uppnámi og finnst þau ekki lengur örugg heima hjá sér eftir þetta. Óhugnaðurinn er ekki minni fyrir það að gerandinn hefur hvorki nafn né andlit, þannig að börn og unglingar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Þessi gjörningur er ekki saklaus málningarsletta. Þetta er ógnun. Ekki bara við þann sem hún beinist að, heldur friðhelgi heimilisins, sem jafnvel háværustu uppreisnarmenn dagsins mæra seint og snemma. Viðkomandi er að sýna vald sitt, og nýtur þess. Þetta er nokkurs konar sjálfsupphafningarvald sem er réttlætt með því að vera fyrir góða málstaðinn. Réttlætið. En ógnun og valdbeiting er ógnun og valdbeiting, hvert sem tilefnið er. Miklu skiptir að sofna ekki á verðinum gagnvart valdi og ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, því það hefur tilhneigingu til að breiða úr sér og festast í sessi, þar sem rými gefst. Eftirfarandi vísa eftir Jón Sigfinnsson frá Seyðisfirði á ekki bara við um yfirvöld og fjárglæframenn: Bak við tjöldin situr sál/ sú er völdin hefur,/ reiknar gjöldin, metur mál,/ meðan fjöldinn sefur. Friðþæging Mér finnst athygli vert hvað krafa um opinbera iðrun einstaklinga er orðin hávær hér á landi. Þetta lúrir náttúrlega í mannlegu eðli, en hefur ekki verið áberandi hér á landi fyrr en á síðustu árum. Eitt er að biðjast afsökunar, annað að það þurfi að sýna iðrun opinberlega. Helst að brotna svolítið saman fyrir framan sjónvarpsvélarnar og ögra ekki með því að vera vel klæddur og kurteis. Þegar víkingurinn frá Vestmannaeyjum braut af sér á sínum tíma, missti hann bæði æruna og lifibrauðið og þurfti að sitja af sér dóm. Það var ekki nóg. Hann var rægður linnulaust fyrir að iðrast ekki opinberlega á sannfærandi hátt. Þegar hann nýtti refsivistina til að bæta aðstæður einstaklinga á staðnum til muna og hella sér í skapandi vinnu til að halda heilsu og kröftum, var hann spottaður í grínþáttum. Hann greiddi sína skuld við samfélagið og kom uppréttur úr þeirri eldskírn. Bauð síðan fram krafta sína og fékk ótvíræða traustsyfirlýsingu frá meirihluta kjósenda í sínu kjördæmi. Ekki hefur farið mikið fyrir viðurkenningarorðum um þann manndóm og baráttuþrek sem þetta endurspeglar. Hins vegar er ekki langt síðan ég heyrði talað um að þessi maður hefði aldrei sýnt viðeigandi iðrun! Þetta minnir mann á fögnuðinn á Torgi hins himneska friðar í Kína, þegar yfirvöld stilltu upp fjölda manna sem að þeirra mati skulduðu þjóðinni iðrun. Þarna gat fólk kveinað á hnjánum um syndir sínar, misgjörðir og óviðeigandi skoðanir fyrir framan tugþúsundir landa sinna. Og mikið hlýtur áhorfendum hinnar opinberu niðurlægingar að hafa liðið vel á leiðinni heim! Ekki alltaf grænt ljós Lög og reglur eru rammi utan um samfélagið. Þau setja okkur skorður og tryggja öryggi okkar. Það er undarlegt virðingarleysi við þjóðina að hvetja til lagabrota "vegna aðstæðna" til að afla sér velvildar og vinsælda. Fólk verður að geta treyst því að samfélagsramminn haldi, rétt eins og umferðaljósin. Það gengur ekki að hafa alltaf grænt. Fyrir nokkrum árum var vinkonuhópur á fjórtánda ári að spjalla saman heima hjá einni þeirra. Ellefu ára systir hennar sat hjá þeim. Stúlka í hópnum var að ræða um eitthvað sem hún hefði keypt sér - hefði reyndar ekki átt alveg fyrir því, en bjargað málinu með því að hnupla tíkalli, sem hún fann í eldhússkápnum heima hjá sér. "Ertu þjófur?" spurði litla systirin stundarhátt. Allra augu beindust að henni í forundran. Hvers konar spurning þetta eiginlega væri, hvort hún gerði sér grein fyrir hvað hún væri að segja. Hvernig henni dytti í hug að kalla stúlkuna þjóf út af einum tíkalli. "Er eitthvað betra að gera sig að þjófi fyrir tíkall en þúsundkall?" ansaði sú litla. Vinkonunum þótti þetta ekki svaravert - en eftir situr ágætis dæmisaga.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun