Button: Sætasti sigurinn á árinu 26. apríl 2009 15:21 Jenson Button fagnaði þriðja sigrinum í fjórum mótum. mynd: getty images Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira