Toyota menn brostu i kampinn þegar Jarno Trulli á Toyota náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð 0.062 sekúndum fljótari en Sebastian Buemi á Torro Rosso.
Trulli náði tímanum í síðasta mögulega hring og verður fróðlegt að sjá hvort hann nær að fylgja því eftir eður ei. Nico Rosberg á Williams Toyota náði þriðja sæti undir lok æfingarinnar.
Fremstur kappanna í titilslagnum varð Sebastian Vettel á Red Bull, Rubens Barrichello á Brawn varð þriðji og Jenson Button á Brawn níundi. Sigurvegari síðasta móts, Lews Hamilton var aðeins sextándi.
Sjá brautarlýsingu og aksturstíma