Bresk þingnefnd rannsakar innlán í íslensku bönkunum 20. janúar 2009 15:18 Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Eins og fram hefur komið í fréttum munu bresk sveitarfélög hafa tapað sem nemur 800 milljónum punda, eða um 144 milljörðum kr. á þessum innlögnum sínum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Independant segir að þingnefndin, Communities Select Committee, muni hefja rannsókn sína í næstu viku og ræða þá m.a. við forráðmenn ráðgjafarfyrirtækjanna Butler og Sector. Fram kom í fréttum í gærdag að Butler, sem er í eigu Michael Spencer fjármálastjóra Íhaldsflokksins, hafi ráðlagt 51 sveitarstjórn að leggja fé sitt inn á reikninga í íslensku bönkunum, einkum Icesave og Egde en samanlagt tap þessara sveitarstjórnar nemur 470 milljónum punda eða um 86 milljörðum kr.. Annað óskylt félag, Sector Treasury Services, ráðlagði 46 sveitarstjórnum að leggja inn 313 milljónir punda, eða tæplega 60 milljarða kr. inn á sömu reikninga. Þingnefndin hefur kallað forstjóra beggja þessara félaga á sinn fundi í næstu viku. Meðal annars verður reynt að fá svör við spurningunni um afhverju sveitarfélögin héldu áfram að leggja fé sitt inn á íslensku reikningana löngu eftir að ljóst mátti vera að íslensku bankarnir stóðu mjög tæpt. Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Eins og fram hefur komið í fréttum munu bresk sveitarfélög hafa tapað sem nemur 800 milljónum punda, eða um 144 milljörðum kr. á þessum innlögnum sínum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Independant segir að þingnefndin, Communities Select Committee, muni hefja rannsókn sína í næstu viku og ræða þá m.a. við forráðmenn ráðgjafarfyrirtækjanna Butler og Sector. Fram kom í fréttum í gærdag að Butler, sem er í eigu Michael Spencer fjármálastjóra Íhaldsflokksins, hafi ráðlagt 51 sveitarstjórn að leggja fé sitt inn á reikninga í íslensku bönkunum, einkum Icesave og Egde en samanlagt tap þessara sveitarstjórnar nemur 470 milljónum punda eða um 86 milljörðum kr.. Annað óskylt félag, Sector Treasury Services, ráðlagði 46 sveitarstjórnum að leggja inn 313 milljónir punda, eða tæplega 60 milljarða kr. inn á sömu reikninga. Þingnefndin hefur kallað forstjóra beggja þessara félaga á sinn fundi í næstu viku. Meðal annars verður reynt að fá svör við spurningunni um afhverju sveitarfélögin héldu áfram að leggja fé sitt inn á íslensku reikningana löngu eftir að ljóst mátti vera að íslensku bankarnir stóðu mjög tæpt.
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira