Nokkur hiti er í mönnum í aðdraganda hnefaleikabardaga þeirra Wladimir Klitschko og David Haye sem fram fer í Þýskalandi í júní.
Á vef Daily Mirror er nú að finna myndband af síðasta blaðamannafundi þeirra félaga þar sem Úkraínumaðurinn Klitschko gagnrýndi hinn breska Haye harðlega fyrir dónaskap í sinn garð.
Haye vakti hörð viðbrögð þegar hann mætti á blaðamannafundinn í bol sem hann lét útbúa, en á hann var prentuð "skopmynd" af Haye þar sem hann var búinn að afhausa þá Klitschko-bræður í hnefaleikahring.
Smelltu hér til að sjá blaðamannafundinn þar sem orðbragð Haye hefur verið ritskoðað.