Skömm að Piquet fær friðhelgi 21. september 2009 07:35 Piquet hefur haft tíma ttil að sleikja sólina eftir að hann var rekinn frá Renault fyrir slakan árangur á miðju keppnistímabilinu. Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrra til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna. "Ef ég réði þá fengi þessi strákur ekki að leiða blint fólk um göturnar. Hann græddi á því að brjóta grunnreglur og fékk þess vegna framhaldssamning hjá Renault sem ökumaður og fær greitt til loka þessa árs, þó hann hafi verið rekinn frá liðinu fyrir slakan árangur. Hann hefði ekki átt að fá friðhelgi hjá FIA, en fyrst það var gert ætti að fara í hefðbundið dómsmál við hann", sagði Carlos Gracia, sem er yfir spænska bílasambandinu. "Það er skömm af því að hann fær friðhelgi. Það er engin tilviljun að hann er búinn að lenda í 17 óhöppum með Renault, hann kann ekki á stíga á bensíngjöfina. Faðir hans hefur enga stjórn á stráknum og saman hafa þeir reynt að gera eins lítið úr öllum og mögulegt er, eftir þetta atvik. Samt sem áður er gott að búið er að losa Renault við Flavio Briatore og Pat Symonds fyrir að svindla til sigurs. Við viljum ekki svona fólk í Formúlu 1", sagði Gracia. Nelson Piquet og Fernando Alonso voru báðir mættir á fund FIA í París í morgun, þar sem þeir verða yfirheyrðir um gang mála í Singapúr í fyrra. Ekkert hefur komið fram sem vísar í að Alonso hafi vitað af svindlinu. Keppt er í Singapúr um næstu helgi. Hér má sjá brautarlýsingu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrra til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna. "Ef ég réði þá fengi þessi strákur ekki að leiða blint fólk um göturnar. Hann græddi á því að brjóta grunnreglur og fékk þess vegna framhaldssamning hjá Renault sem ökumaður og fær greitt til loka þessa árs, þó hann hafi verið rekinn frá liðinu fyrir slakan árangur. Hann hefði ekki átt að fá friðhelgi hjá FIA, en fyrst það var gert ætti að fara í hefðbundið dómsmál við hann", sagði Carlos Gracia, sem er yfir spænska bílasambandinu. "Það er skömm af því að hann fær friðhelgi. Það er engin tilviljun að hann er búinn að lenda í 17 óhöppum með Renault, hann kann ekki á stíga á bensíngjöfina. Faðir hans hefur enga stjórn á stráknum og saman hafa þeir reynt að gera eins lítið úr öllum og mögulegt er, eftir þetta atvik. Samt sem áður er gott að búið er að losa Renault við Flavio Briatore og Pat Symonds fyrir að svindla til sigurs. Við viljum ekki svona fólk í Formúlu 1", sagði Gracia. Nelson Piquet og Fernando Alonso voru báðir mættir á fund FIA í París í morgun, þar sem þeir verða yfirheyrðir um gang mála í Singapúr í fyrra. Ekkert hefur komið fram sem vísar í að Alonso hafi vitað af svindlinu. Keppt er í Singapúr um næstu helgi. Hér má sjá brautarlýsingu
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira