Allt klárt fyrir Formúlu 1 í Abu Dhabi 21. október 2009 09:09 Mótshaldarar í Abu Dhabi fagna því að brautin er tilbúinn. Í baksýn glittir í tveggja sæta kappakstursbíla sem áhorfendur fá sprett í. mynd: kappakstur.is Mótshaldarar í Abu Dhabi segja allt tilbúið fyrir fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi um aðra helgi, en þeir segja líka að betra hefði verið að úrslitin í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 hefði ekki verið klár. En búið er að reisa dýrustu Formúlu 1 braut allra tíma í Abu Dhabi. "Ég hlakka til að sjá Jenson Button takast á við brautina í Abu Dhabi. Hann er búinn að innsigla titilinn og getur því ekið til sigurs og endað tímabilið með stæl", sagði Ross Brawn um lokamótið í Abu Dhabi. Hann vann tvo titla um síðustu helgi með nýju liði sínu og sest niður með Button næstu daga til að skoða samning fyrir næsta ár. Hvorugur aðili vildi semja fyrr en úrslitin í meistaramótinu lágu fyrir. Um 15.000 manns lögðu lokahönd á byggingu brautarinnar í Abu Dhabi sem notuð verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Þegar er búið að prufukeyra brautina með GP2 móti, en mótssvæðið er á sérbyggðu hafnarsvæði fyrir listisnekkjur. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað allar brautir síðustu ár og var engu til sparað. Ekkert keppnisliða hefur ekið brautina og standa því allir ökumenn jafnir að vígi fyrir mótið. Það nýmæli veður í Abu Dhabi að mótið hefst í dagsbritu en lýkur í rökkri og verður brautin þá flóðlýst og við sólsetur. Ætti því að verða mikið sjóarspil í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport. Ítarlega verður fjallað um brautargerðina í Rásmarkinu fimmtudaginn 29. október. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mótshaldarar í Abu Dhabi segja allt tilbúið fyrir fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi um aðra helgi, en þeir segja líka að betra hefði verið að úrslitin í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 hefði ekki verið klár. En búið er að reisa dýrustu Formúlu 1 braut allra tíma í Abu Dhabi. "Ég hlakka til að sjá Jenson Button takast á við brautina í Abu Dhabi. Hann er búinn að innsigla titilinn og getur því ekið til sigurs og endað tímabilið með stæl", sagði Ross Brawn um lokamótið í Abu Dhabi. Hann vann tvo titla um síðustu helgi með nýju liði sínu og sest niður með Button næstu daga til að skoða samning fyrir næsta ár. Hvorugur aðili vildi semja fyrr en úrslitin í meistaramótinu lágu fyrir. Um 15.000 manns lögðu lokahönd á byggingu brautarinnar í Abu Dhabi sem notuð verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Þegar er búið að prufukeyra brautina með GP2 móti, en mótssvæðið er á sérbyggðu hafnarsvæði fyrir listisnekkjur. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað allar brautir síðustu ár og var engu til sparað. Ekkert keppnisliða hefur ekið brautina og standa því allir ökumenn jafnir að vígi fyrir mótið. Það nýmæli veður í Abu Dhabi að mótið hefst í dagsbritu en lýkur í rökkri og verður brautin þá flóðlýst og við sólsetur. Ætti því að verða mikið sjóarspil í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sport. Ítarlega verður fjallað um brautargerðina í Rásmarkinu fimmtudaginn 29. október. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira