Alonso eygir enn Ferrari sæti 2010 16. júlí 2009 08:21 Fernando Alonso gæti horfið á braut frá Renault 2010. Með honum á myndinni er Romain Groesjan sem gæti orðið ökumaður liðsins í stað Nelson Piquet á næstu vikum. Ferrari vill ná í Fernando Alonso fyrir árið 2010 og skipta honum út fyrir Kimi Raikkönen sem hefur ekki unnið mót síðan í Barcelona 2008. Svo mæla fróðir menn hjá Autosport stærsta Formúlu 1 riti heims, en Toyota hefur boðið Raikkönen starf á næsta ári og Brawn liðið hefur líika borið víurnar í hann. Vandamál Ferrari er að Raikkönen er með samning við liðið til loka 2011 og vill fá sín laun og ekkert múður sem búið er að semja um, eða 30 miljón evrur. Raikkönen hefur neitað Toyota, en fulltrúar hans hafa rætt við Brawn liðið. Það er hins vegar ólíklegt að Brawn menn hafi nægilegt fjármagn til að greiða laun Raikkönen að óbreyttu. Spænski bankinn Santander verður styrktaraðili Ferrari á næsta ári og vill Spánverjann Alonso um borð í bílinn, rétt eins og þegar hann var hjá McLaren. Ef Raikkönen heldur fast í samningin, þá gæti Felipe Massa þurft að færa sig um set í stað Alonso. Renault hefur áhuga á Massa í stað Alonso, ef hann færir sig um set. Talið er líklegt að Nico Rosberg fari yfir til BMW á næsta ári í stað Nick Heidfeld og við hlið Robert Kubica. Þá hefur Heikki Kovalainen ekki staðið sig nógu vel hjá McLaran og spurning hvað verður um hann. En lykillinn að ökumannsmarkaðnum fyrir næsta ár er hvað Raikkönen gerir. Til viðbótar verða þrjú ný lið á næsta ári sem skapar sex ný ökumannssæti í Formúlu 1. Hvað þetta ár varðar, þá er hætta á að Nelson Piquet sé að missa sæti sitt til varaökumannsins Romain Groesjan, eftir slaka frammistöðu. Nú þegar hefur Sebastain Bourdais verðinn látinn fara frá Torro Rosso í stað Jamie Alguersuari. Sjá ítarlegan ökumannslista Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari vill ná í Fernando Alonso fyrir árið 2010 og skipta honum út fyrir Kimi Raikkönen sem hefur ekki unnið mót síðan í Barcelona 2008. Svo mæla fróðir menn hjá Autosport stærsta Formúlu 1 riti heims, en Toyota hefur boðið Raikkönen starf á næsta ári og Brawn liðið hefur líika borið víurnar í hann. Vandamál Ferrari er að Raikkönen er með samning við liðið til loka 2011 og vill fá sín laun og ekkert múður sem búið er að semja um, eða 30 miljón evrur. Raikkönen hefur neitað Toyota, en fulltrúar hans hafa rætt við Brawn liðið. Það er hins vegar ólíklegt að Brawn menn hafi nægilegt fjármagn til að greiða laun Raikkönen að óbreyttu. Spænski bankinn Santander verður styrktaraðili Ferrari á næsta ári og vill Spánverjann Alonso um borð í bílinn, rétt eins og þegar hann var hjá McLaren. Ef Raikkönen heldur fast í samningin, þá gæti Felipe Massa þurft að færa sig um set í stað Alonso. Renault hefur áhuga á Massa í stað Alonso, ef hann færir sig um set. Talið er líklegt að Nico Rosberg fari yfir til BMW á næsta ári í stað Nick Heidfeld og við hlið Robert Kubica. Þá hefur Heikki Kovalainen ekki staðið sig nógu vel hjá McLaran og spurning hvað verður um hann. En lykillinn að ökumannsmarkaðnum fyrir næsta ár er hvað Raikkönen gerir. Til viðbótar verða þrjú ný lið á næsta ári sem skapar sex ný ökumannssæti í Formúlu 1. Hvað þetta ár varðar, þá er hætta á að Nelson Piquet sé að missa sæti sitt til varaökumannsins Romain Groesjan, eftir slaka frammistöðu. Nú þegar hefur Sebastain Bourdais verðinn látinn fara frá Torro Rosso í stað Jamie Alguersuari. Sjá ítarlegan ökumannslista
Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira