Handbolti

Eimskipsbikar kvenna: Valur vann Fylki í framlengingu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Íris Ásta Pétursdóttir átti góðan leik með Val í kvöld.
Íris Ásta Pétursdóttir átti góðan leik með Val í kvöld. Mynd/Vilhelm

Leikið var í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld og þar bar hæst leikur Vals og Fylkis en Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi 25-28 eftir framlengdan leik.

Staðan var 10-11 Val í vil í hálfleik og 21-21 að venjulegum leiktíma loknum en Valsstúlkur reyndust sterkari í framlengingunni.

Katrín Andrésdóttir var markahæst hjá Val með 7 mörk en Íris Ásta Pétursdóttir kom næst með 6 mörk. Hjá Fylki var Nataly Valencia atkvæðamest með 8 mörk en Sigríður Hauksdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu 5 mörk hvor.

Þá vann FH 27-31 sigur gegn HK í öðrum innbyrðisleik N1-deildarliða í kvöld en þetta er annars sigur FH geng HK á skömmum tíma.

Líkt og á dögunum þá reyndist Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir HK erfið en hún skoraði 9 mörk fyrir FH. Hjá HK var Lilja Lind Pálsdóttir markahæst með 6 mörk.

Úrslit kvöldsins:

Fylkir-Valur 25-28

HK-FH 27-31






Fleiri fréttir

Sjá meira


×