Formúla 1

Schumacher getur ekki keppt í Valencia

óhapp á mótorhjóli í febrúar hefur orðið til þess að Michael Schumacher getur ekki keppt í Formúlu 1.
óhapp á mótorhjóli í febrúar hefur orðið til þess að Michael Schumacher getur ekki keppt í Formúlu 1. mynd: kappakstur.is

Michael Schumacher tilkynnti formlega í morgun að hann getur ekki keppt í Valencia um aðra helgi eins og til stóð. Meiðsli sem hann hlaut í mótorhjólaslysi í febrúar sködduðu hann á hálsi og hann telur ljóst eftir æfingar að það gangi ekki upp að keppa í Formúlu 1 að sinni.

"Vonbrigði mín eru mikil og ég er leiður fyrir hönd strákanna hjá Ferrari og áhugamanna um allan heim sem hafa sýnt endurkomu minni áhuga. Ég reyndi allt sem ég gat til að mæta í slaginn. Núna verð ég bara að óska Ferrari alls hins besta í komandi mótum", sagði Schumacher um málið.

Mikill spenna hafði myndast um endurkomu Schumachers, en óljóst er hver tekur sætið Felipe Massa. Ferrari er með tvo varaökumenn, þá Luca Badoer og Marc Gene. Badoer hefur verið valinn í stað Schumacher til að stýra bíl Massa.

Sjá meira um málið










Fleiri fréttir

Sjá meira


×