Fótbolti

Jafntefli hjá GAIS

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Baldvinsson í leik með KR síðastliðið sumar.
Guðjón Baldvinsson í leik með KR síðastliðið sumar. Mynd/Valli

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdseildinni í knattspyrnu í kvöld. Íslendingaliðið GAIS gerði 2-2 jafntefli við Hammarby á heimavelli sínum.

Eyjólfur Héðinsson og Guðjón Baldvinsson komu báðir inn á sem varamenn í leiknum en þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson voru ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.

Þá vann Helsingborg góðan 3-0 útisigur á AIK á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason lék ekki með Helsingborg vegna meiðsla.

Halmstad vann þá 3-0 sigur á Djurgården og Malmö og Gefle gerðu markalaust jafntefli.

IFK Gautaborg, Helsingborg og AIK eru öll efst og jöfn með tólf stig eftir sex leiki. GAIS er í níunda sæti deildarinnar með átta stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×