Viðskipti erlent

Salan hjá Debenhams minnkaði um 3,3%

Salan hjá verslanakeðjunni Debenhams, sem er að hluta til í eigu Baugs, minnkaði um 3,3% á síðasta ársfjórðungi ársins 2008. Þá tilkynnti verslankeðjan Next að salan hjá þeim hefði minnkað um 7% á síðustu sex mánuðum.

Í umfjöllun um málið á BBC segir að báðar þessar verslunarkeðjur hefðu tilkynnt um afkomu sína í morgun. Í tilkynningu Debenhams segir að miðað við ástandið í verslunargeiranum í Bretlandi séu sölutölur keðjunnar fyrir síðasta ársfjórðung vel ásættanlegar.

Við tilkynninguna hækkuðu hlutabréf í Debenhams um 30% á markaðinum í London. Next hækkaði hinsvegar um 7%.

Hlutir í Debenhams, sem rekur 153 verslanar á Bretlandseyjum og á Írlandi, hafa fallið um 80% á undanförnum tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×