Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn 13. júní 2009 04:00 Viðskiptafélagi Sigurðar er enn fremur stjórnarmaður í fyrirtækinu sem auglýsti bátinn til leigu fyrr á árinu.Mynd/ólafur björnsson Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. Viðskiptafélaginn situr í stjórnum tveggja fyrirtækja í eigu Sigurðar og hefur tengst honum í gegnum nokkur önnur fyrirtæki sem nú eru farin í þrot. Þessi sami viðskiptafélagi Sigurðar er auk þess endurskoðandi fyrirtækisins Shark ehf., bátaleigu sem stofnuð var af Jónasi Árna Lúðvíkssyni og Árna Hrafni Ásbjörnssyni. Jónas og Árni sitja báðir í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Jónas er grunaður um að vera annar af höfuðpaurunum í málinu og Árni Hrafn var handtekinn um borð í skútunni Sirtaki á flótta undan lögreglu. Þá var einnig leitað í húsi í eigu Sigurðar í Kaupmannahöfn í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða, sem kom upp á Fáskrúðsfirði árið 2007. Þá var 40 kílóum af fíkniefnum smyglað til landsins. Ársæll Snorrason, góðvinur Sigurðar, situr einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir þriðja manninum, Gunnari Viðari Árnasyni, var framlengt um viku í gær. Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. Viðskiptafélaginn situr í stjórnum tveggja fyrirtækja í eigu Sigurðar og hefur tengst honum í gegnum nokkur önnur fyrirtæki sem nú eru farin í þrot. Þessi sami viðskiptafélagi Sigurðar er auk þess endurskoðandi fyrirtækisins Shark ehf., bátaleigu sem stofnuð var af Jónasi Árna Lúðvíkssyni og Árna Hrafni Ásbjörnssyni. Jónas og Árni sitja báðir í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Jónas er grunaður um að vera annar af höfuðpaurunum í málinu og Árni Hrafn var handtekinn um borð í skútunni Sirtaki á flótta undan lögreglu. Þá var einnig leitað í húsi í eigu Sigurðar í Kaupmannahöfn í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða, sem kom upp á Fáskrúðsfirði árið 2007. Þá var 40 kílóum af fíkniefnum smyglað til landsins. Ársæll Snorrason, góðvinur Sigurðar, situr einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir þriðja manninum, Gunnari Viðari Árnasyni, var framlengt um viku í gær.
Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira