Körfubolti

Sigurður og Guðjón völdu báðir íslenskan leikmann fyrst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson hjá Njarðvík var valinn fyrstu í Stjörnuleik karla.
Magnús Þór Gunnarsson hjá Njarðvík var valinn fyrstu í Stjörnuleik karla. Mynd/Vilhelm

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur og Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik Karla sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.

Sigurður Ingimundarson stjórnar Iceland Express-liðinu og Guðjón Skúlason stjórnar Shell-liðinu en þeir eru þjálfarar tveggja efstu liðanna í karladeildinni í dag. Sigurður valdi landsliðsfyrirliðann Magnús Þór Gunnarsson fyrstan en Guðjón valdi sinn mann, Hörð Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík, fyrstan.

Guðjón Skúlason er greinilega hrifinn af ungu leikmönnum Fjölnis því hann valdi tvo 18 ára bakverði Grafarvogsliðsins í sitt tólf manna lið.

Sigurður Ingimundarson: (Iceland Express-liðið)

Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík

Justin Shouse, Stjörnunni

Semaj Inge, KR

Ragnar Nathanielssson, Hamar

Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík

Nemanja Sovic, ÍR

Marvin Valdimarsson, Hamar

Brynjar Þór Björnsson, KR

Christopher Smith, Fjölni

Svavar Birgisson, Tindastóli

Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni

Þröstur Leó Jóhannsson, Keflavík

Guðjón Skúlason: (Shell-liðið)



Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík

Andre Dabney, Hamar

Ægir Þór Steinarsson, Fjölni

Hlynur Bæringsson, Snæfelli

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík

Jón Ólafur Jónsson, Snæfell

Jovan Zdravevski, Stjörnunni

Tómas Heiðar Tómasson, Fjölni

Þorleifur Ólafsson, Grindavík

Guðmundur Jónsson, Njarðvík

Hreggviður Magnússon, ÍR








Fleiri fréttir

Sjá meira


×