Lewis Hamilton náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Spa brautinni í dag. Brautin var þurr, en fyrr í dag náði Jarno Trulli á Toyota besta tíma á blautri braut.
Lewis Hamilton var aðeins 0.044 sekúndum á undan Timo Glock á Toyota en Kimi Raikkönen á Ferrri þriðji. Bíll Raikkönen bilaði í síðasta hringnum. Aðeins munaði 0.084 sekúndum á fyrstu þremur ökumönnunum. Innan við sekúndu munur er á fyrstu fimmtán bílunum eftir daginn í dag og ljóst að tímatakan verður jöfn og spennandi.
Spáð er rigningu í tímatökunum, en mjög erfitt er að ráða í veðrið á Spa svæðinu og allra veðra er von um helgina. Þó er spáð sólskini á sunnudag þegar kappaksturinn fer fram.
Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 20:30 og sá þáttur eru endursýndur í fyrramálið á undan beinni útsendingu frá lokaæfingu keppnisliða. Tímatakan fer síðan fram í hádeginu.
Sjá tímanna og brautarlýsingu frá Spa