Liverpool og Chelsea unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2009 19:45 Didier Drogba fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira