Hamilton afskrifar titilmöguleka sína 6. júní 2009 16:57 Lewis Hamilton er ekki sáttur við gengi McLaren. McLaren reið ekki feistum hesti frá tímatökunni í Istanbúl í dag. Lewis Hamilton er sextándi á ráslínu og Heikki Kovalainen fjórtándi. "Staða okkar kemur mér á óvart, ég hélt að þetta myndi ganga betur og þetta var ágætt hjá okkur í gær. Við vorum ekki fljótastir en meðal tíu fremstu. En eftir því sem gripið jókst í brautinni, því verra gekk okkur", sagði Hamilton í dag. "Við breyttum uppstillingu bílsins fyrir tímatökuna og tókum mið af fyrstu æfingu föstudags, en það reyndust mistök. Bíllinn var út um alla braut. Ég náði ekki góðum hring og því fór sem fór. Ég get ekki sagt í dag að ég geti unnið tíu næstu mót og við lögum bílinn. Við verðum bara að huga að næsta ári og gæta þessa að við gerum ekki sömu mistök í hönnun og smíði bílsins og í ár", sagði Hamilton. Nánast engar líkur eru á þvi að Hamilton geti varið meistaratitilinn á árinu: Jenson Button er með 16 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og Rubens Barrichello er annar á undan Sebastian Vettel. Þessir þrír ökumenn eru þrír fremstu ökumennirnir á ráslínu í kappakstrinum í Istanbúl á morgun. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Þá verður sýnt það besta úr mótinu í þættinum Endmarkið kl. 14.15 og 22:00 á sunnudagskvöld. Sjá meira um Hamilton Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren reið ekki feistum hesti frá tímatökunni í Istanbúl í dag. Lewis Hamilton er sextándi á ráslínu og Heikki Kovalainen fjórtándi. "Staða okkar kemur mér á óvart, ég hélt að þetta myndi ganga betur og þetta var ágætt hjá okkur í gær. Við vorum ekki fljótastir en meðal tíu fremstu. En eftir því sem gripið jókst í brautinni, því verra gekk okkur", sagði Hamilton í dag. "Við breyttum uppstillingu bílsins fyrir tímatökuna og tókum mið af fyrstu æfingu föstudags, en það reyndust mistök. Bíllinn var út um alla braut. Ég náði ekki góðum hring og því fór sem fór. Ég get ekki sagt í dag að ég geti unnið tíu næstu mót og við lögum bílinn. Við verðum bara að huga að næsta ári og gæta þessa að við gerum ekki sömu mistök í hönnun og smíði bílsins og í ár", sagði Hamilton. Nánast engar líkur eru á þvi að Hamilton geti varið meistaratitilinn á árinu: Jenson Button er með 16 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og Rubens Barrichello er annar á undan Sebastian Vettel. Þessir þrír ökumenn eru þrír fremstu ökumennirnir á ráslínu í kappakstrinum í Istanbúl á morgun. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Þá verður sýnt það besta úr mótinu í þættinum Endmarkið kl. 14.15 og 22:00 á sunnudagskvöld. Sjá meira um Hamilton
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira