Mourinho og Lippi komnir í orðastríð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 16:25 Mourinho er búinn að kynda vel undir Lippi. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi. Ítalski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi.
Ítalski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn