Passaðu sólgleraugun þín Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. september 2009 06:00 Aðeins hef ég einu sinni á ævinni rekist á íslenska ferðamenn á förnum vegi við Miðjarðarhafið þótt ég hafi lengi alið þar manninn. Eins undarlegt og það kann að hljóma var það sársaukafull reynsla. Ég verð nefnilega sífellt vitni að því í margmenningarsamfélaginu að það er einmitt þjóðernið sem dregur menn í dilka. Til dæmis hér á Suður-Spáni. Fjölmargir vel efnaðir Englendingar hafa komið sér vel fyrir í mörgum bæjum hér þar sem þeir búa hlið við hlið, liggja hlið við hlið á ströndinni eða sundlaugarbakkanum og drekka á sama öldurhúsinu sem oftast er í eigu landa þeirra sem veit hvar Davíð keypti ölið. Þannig tekst þeim að komast í gegnum daginn nánast án þess að hafa nokkur samskipti við heimamenn. Hver þjóð virðist hafa sinn háttinn á til að geta verið innan um landa sína þótt þeir séu fjarri heimahögum. Þeir vinna saman, búa saman og drekka ölið saman. Og ef upp koma deilur virðist ekki spurt um málstað eða tildrög heldur þjóðerni. Fyrir rúmri viku kom til dæmis til hópslagsmála í litlum bæ þar sem sígaunar og Nígeríumenn öttu kappi. Tildrögin voru þau að sígaunamey ein missti sólgleraugu sín þegar hún var á rúntinum með mannsefni sínu. Lagði hann bílnum hið snarasta og fór á eftir sólgleraugunum, sem þá voru komin í hendurnar á Nígeríumanni einum. Voru hnefar látnir útkljá málið. Nígeríumenn á nálægri símstöð komu sínum manni til hjálpar og sígaunar sem voru á hverfisbarnum létu ekki sitt eftir liggja. Enginn þeirra þarf nú á sólgleraugum að halda þegar horft er fram á veginn. En síðan er til undantekning frá þessari tilhneigingu því að það síðasta sem íslenskur ferðamaður vill finna á vegi sínum í sólarlöndum er annar Íslendingur. Ég minnist þeirrar skelfilegu reynslu þegar ég heyrði þrjá spjátrunga í Barcelona mæla á okkar ylhýru tungu. Ég var með mikla heimþrá svo ég stökk af stað og gaf mig á tal við þá. Það var engu líkara en þeir hefðu fengið norðangarra í fangið þegar ég ávarpaði þá og áður en ég gat spurt hvort heyskapur væri hafinn í sveitum sunnanlands sá ég í iljarnar á þeim niður eftir Römblunni. Ég hvet alla Íslendinga sem kunna að missa sólgleraugun sín að hafa réttlætið með sér þegar náð er í þau; annað liðsfengi er ekki að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun
Aðeins hef ég einu sinni á ævinni rekist á íslenska ferðamenn á förnum vegi við Miðjarðarhafið þótt ég hafi lengi alið þar manninn. Eins undarlegt og það kann að hljóma var það sársaukafull reynsla. Ég verð nefnilega sífellt vitni að því í margmenningarsamfélaginu að það er einmitt þjóðernið sem dregur menn í dilka. Til dæmis hér á Suður-Spáni. Fjölmargir vel efnaðir Englendingar hafa komið sér vel fyrir í mörgum bæjum hér þar sem þeir búa hlið við hlið, liggja hlið við hlið á ströndinni eða sundlaugarbakkanum og drekka á sama öldurhúsinu sem oftast er í eigu landa þeirra sem veit hvar Davíð keypti ölið. Þannig tekst þeim að komast í gegnum daginn nánast án þess að hafa nokkur samskipti við heimamenn. Hver þjóð virðist hafa sinn háttinn á til að geta verið innan um landa sína þótt þeir séu fjarri heimahögum. Þeir vinna saman, búa saman og drekka ölið saman. Og ef upp koma deilur virðist ekki spurt um málstað eða tildrög heldur þjóðerni. Fyrir rúmri viku kom til dæmis til hópslagsmála í litlum bæ þar sem sígaunar og Nígeríumenn öttu kappi. Tildrögin voru þau að sígaunamey ein missti sólgleraugu sín þegar hún var á rúntinum með mannsefni sínu. Lagði hann bílnum hið snarasta og fór á eftir sólgleraugunum, sem þá voru komin í hendurnar á Nígeríumanni einum. Voru hnefar látnir útkljá málið. Nígeríumenn á nálægri símstöð komu sínum manni til hjálpar og sígaunar sem voru á hverfisbarnum létu ekki sitt eftir liggja. Enginn þeirra þarf nú á sólgleraugum að halda þegar horft er fram á veginn. En síðan er til undantekning frá þessari tilhneigingu því að það síðasta sem íslenskur ferðamaður vill finna á vegi sínum í sólarlöndum er annar Íslendingur. Ég minnist þeirrar skelfilegu reynslu þegar ég heyrði þrjá spjátrunga í Barcelona mæla á okkar ylhýru tungu. Ég var með mikla heimþrá svo ég stökk af stað og gaf mig á tal við þá. Það var engu líkara en þeir hefðu fengið norðangarra í fangið þegar ég ávarpaði þá og áður en ég gat spurt hvort heyskapur væri hafinn í sveitum sunnanlands sá ég í iljarnar á þeim niður eftir Römblunni. Ég hvet alla Íslendinga sem kunna að missa sólgleraugun sín að hafa réttlætið með sér þegar náð er í þau; annað liðsfengi er ekki að finna.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun